Launaþróun þeirra sem heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs

Upplýsingar um launaþróun þeirra sem heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs frá því ráðið tók til starfa 1. júlí 2006 til og með maí 2018. 

Til að varpa ljósi á launaþróun þess hóps sem heyrir undir ákvörðunarvald kjararáðs reiknar ráðið mánaðarlega launavísitölu.

Vísitalan er sambærileg við launavísitölu Hagstofu Íslands og naut kjararáð leiðsagnar Hagstofunnar við gerð hennar.  

Á sama hátt og hjá Hagstofunni er byggt á pöruðum einstaklingsbreytingum og reiknaðar breytingar á heildarlaunum fyrir fastan vinnutíma einstaklinga sem eru í sama starfi frá mánuði til mánaðar. Gögnin, sem tekin eru beint úr launakerfi Fjársýslu ríksins, eru að öllu leyti sambærileg við þau gögn sem Hagstofan styðst við. Um nánari skýringar á hugtökum og aðferðafræði er bent á vefsíðu Hagstofu Íslands.

Vísitala kjararáðs sýnir mánaðarlegar breytingar á reglulegum launum og almenna launaþróun kjararáðshópsins líkt og mánaðarleg launavísitala Hagstofunnar gerir. Upphafstíminn er í júní 2006 en kjararáð tók til starfa 1. júlí 2006. Rúmlega 500 manns hafa heyrt undir ákvörðunarvald ráðsins á þessum tíma.

Á myndunum má sjá hver þróun launa kjararáðshópsins hefur verið frá því kjararáð tók til starfa þann 1. júlí 2006 til og með maí 2018. Mynd 1 sýnir mánaðarlegar breytingar á tímabilinu, en mynd 2 sýnir ársfjórðungslegar breytingar hjá launþegahópum frá 2. ársfjórðungi 2006 til 1. ársfjórðungs 2018. Hér eru myndagögn .

 

Myndir-1-og-2

Screenshot-2018-06-29-12.56.04