Hvaða störf heyra undir úrskurðarvald kjararáðs um laun og starfskjör

Eftirtaldir heyra undir úrskurðarvald kjararáðs um laun og starfskjör: 

 • Forseti Íslands
 • Alþingismenn
 • Ráðherrar
 • Dómarar
 • Saksóknarar
 • Ráðuneytisstjórar
 • Sendiherrar
 • Forsetaritari
 • Seðlabankastjóri
 • Aðstoðarseðlabankastjóri
 • Ríkissáttasemjari
 • Skrifstofustjórar sem heyra undir ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga
 • Nefndarmenn yfirskattanefndar, úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, kærunefndar útlendingamála og úrskurðarnefndar velferðarmála sem eru í fullu starfi
 • Dómarar í Félagsdómi, sbr. 1. mgr. 66. gr. laga nr. 80/1938
 • Biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs samkvæmt bráðabirgðaákvæði þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um nýtt launafyrirkomulag